Fótboltadagurinn 21. maí á Ásvöllum

HaukarNæstkomandi laugardag, 21. maí, verður heilmikil fótboltahátíð á Ásvöllum. Mikið verður um að vera fyrir Haukafólk á öllum aldri. Meðal annars verður nýja stúkan okkar vígð, landsliðsfólk frá KSÍ kemur í heimsókn og afhendir nýjan DVD disk til allra iðkenda 16 ára og yngri og verðlaunaafhending verður í Getraunaleik Hauka. Síðan fá strákarnir í mfl. karla lið BÍ/Bolungarvíkur í heimsókn í fyrsta heimaleik sumarsins.

Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins:

Dagskrá barna og unglinga:  

Kl. 11.30 Upphitun fyrir knattþrautir
Kl. 11.45 Knattþrautir á grasinu (umsjón Freyr Sverrisson og fleiri þjálfarar deildarinnar)
Kl. 12.45 Tækniskóli KSÍ (landsliðsfólk dreifir DVD diskum til allra iðkenda 16 ára og yngri)
Kl. 13.15 Hádegishressing (hressing er í boði MS og Góu og verður afhent í anddyri Ásvalla)
Kl. 13.45 Haldið út á völl (stúkan vígð)
Kl. 14.00 Haukar – Bí/Bolungarvík

Önnur dagskrá:   

Kl. 12.00 Lokahóf getrauna
Verðlaunaafhending o.fl. verður á 2. hæð Ásvalla
Grillið opið og allir velkomnir
Haukavarningur til sölu

Kl. 13.00 Heimsókn þjálfara mfl. karla
Magnús Gylfason kemur og segir nokkur orð við stuðningsmenn og fer m.a. yfir leikskipulag dagsins

Kl. 13.30 Haldið út á völl
Sr. Kjartan Jónsson mun vígja stúkuna og heilsa upp á leikmenn ásamt formanni Hauka og formanni knattspyrnudeildar

 Kl. 14.00 Haukar – Bí/Bolungarvík

Áfram Haukar!