Til Hauka frá Molde í Noregi

Halldór Harri Kristjánsson  hefur ákveðið að ganga til liðs við handknatttleiksdeild Hauka  og taka þátt í uppbyggingarstarfi félagsins.  Halldór oftast kallaður Harri hefur mikla reynslu í  þjálfun og hefur síðustu 3 árin þjálfað Molde í Noregi. 

Harri verður hluti af þjálfarateymi mfl. kvenna ásamt Einari Jónssyni aðalþjálfara liðsins.  Ásamt þjálfun í meistaraflokki mun Harri stýra uppbyggingarstarfi í 3fl og 4fl kvenna.   Það er sannkallaður hvalreki fyrir okkur Haukamenn að fá mann eins og Harra til liðs við okkur.  Harri mun hefja störf eftir sumarfrí leikmanna.