Haukar áfram í bikarnum

HaukarGrétar Atli Grétarsson og Hilmar Rafn Emilsson skoruðu mörk Hauka í kvöld sem tryggði liðinu í 16-liða úrslit Valitors-bikarsins. Haukar mættu 2.deildarliði KF á Ásvöllum í kvöld og sigraði nokkuð þæginlega 2-0.

Haukar og KF byrjuðu leikinn bæði með 11 leikmenn inn á í sitthvoru liðnu en eftir 20 mínútuna leik urðu gestirnir hinsvegar manni færri eftir að Ragnar Hauksson gaf Benis Krasniqi leikmanni Hauka olnbogaskot.

Haukar nýttu sér það fljótlega og Grétar Atli Grétarsson skoraði laglega eftir aukaspyrnu frá Hilmar Trausta Arnarssyni. Haukar bættu við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks, en þar var að verki Hilmar Rafn Emilsson sem skoraði eftir hornspynu.

 

Fleiri voru mörkin ekki, færin urðu örlítil fleiri en það er líklega hægt að telja færi leiksins á fingrum annarra hendi. Besti færi leiksins fékk líklega Ásgeir Þór Ingólfsson undir blálokin þegar Björgvin Stefánsson átti góða sendingu fyrir markið á Ásgeir sem var einn gegn marki en skot framhjá.

 

Lokastaðan eins og fyrr segir 2-0 Haukum í vil. 32-liða úrslitin klárast síðan á morgun. Næsti leikur Hauka er á laugardaginn næstkomandi á ÍR-vellinum klukkan 14:00 og það ætti ekki að koma neinum á óvart, en sá leikur er gegn ÍR.