Haukasigur á útivelli gegn ÍR

Haukar

Mörkin létu bíða eftir sér í Neðra-Breiðholtinu í dag þegar ÍR og Haukar mættust í 1.deild karla. Það var ekki fyrr en byrjað var að rigna að mörkin rigndu inn og komu fjögur mörk á síðustu 23 mínútum leiksins.

Það voru heimamenn í ÍR sem komust yfir með marki frá Hauki Ólafssyni en Haukar svöruðu með þremur mörkum, tvö mörk í röð frá Hilmari Rafni Emilssyni og síðan innsiglaði Ásgeir Þór Ingólfsson sigurinn í uppbótartíma.

Næsti leikur Hauka er næstkomandi fimmtudag fyrir norðan þegar Haukar heimsækja KA menn. Hinsvegar er næsti heimaleikur í deildinni gegn Fjölni og fer sá leikur fram þriðjudaginn 7.júní.