Lengjubikarmeistarar

Lengjubikarmeistarar Hauka - karfan.is/Jón Björn

Haukastúlkur unnu fyrsta titil vetrarins þegar liðið vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitum Lengjubikars kvenna í körfubolta sem fram fór í Grafarvoginum í gær.

Þetta er í þriðja sinn sem kvennalið Hauka sigrar í fyrirtækjabikar KKÍ en stelpurnar unnu þessa keppni einnig árin 2005 og 2006.

Jence Rhoads átti frábæran leik með Haukum og skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Íris Sverrisdóttir kom henni næst með 11 stig.

Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en Haukar áttu góða spretti í seinni hálfleik þegar að liðið náði tvisvar að keyra muninn upp í 10 stig. Keflvíkingar eru þekktir fyrir að gefa ekkert eftir og vann upp muninn í bæði skiptin og úr varð að loka mínútur leiksins urðu æsi spennandi.

Haukar héldu út á endanum og unnu glæstan sigur og nafnbótina Lengjubikarmeistarar kvenna árið 2011. Haukaliðið hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og varð einnig Ljósanæturmeistari á dögunum. 

 

Áfram Haukar!