Tap á Ólafsvík

HaukarÞað gengur lítið hjá Haukum á knattspyrnuvellinum þessa dagana. Meistaraflokkur karla hélt í gærkvöld til Ólafsvíkur þar sem þeir öttu kappi við heimamenn í Víkingi og máttu þola tveggja marka tap 2-0. Leikurinn var jafn framan af en heimamenn náðu að skora á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og svo aftur á þeirri fyrstu í síðari hálfleik og reyndist það of stór biti fyrir okkar menn.

Haukar hafa ekki unnið leik í síðustu fimm leikjum en munu freista þess að ná sínum fyrsta sigri í langan tíma nk. laugardag þegar BÍ/Bolungarvík kemur í heimsókn. Þrátt fyrir slæmt gengi upp á síðkastið eru ekki nema 7 stig upp í annað sæti og allt getur ennþá gerst.