Haukastúlkur snúa heim

Dagbjört og Lovísa eru komnar heim að utanHaukar hafa endurheimt tvo af sínum efnilegustu leikmönnum í kvennaflokki, en þær Dagbjört Samúelsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir eru komnar aftur til Hauka eftir árs fjarveru.

Dagbjört brá sér til Bandaríkjanna þar sem að hún spilaði í High School á síðasta tímabili en Lovísa snýr aftur heim frá Danmörku þar sem hún æfði og spilaði í akademíu Geof Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells.

Báðar þessar stúlkur hafa verið fastamenn í yngri landsliðum og því mikill fengur að fá þær aftur til Hauka, þar sem þær munum bæði styrkja yngri flokka félagsins sem og meistaraflokk.

Þá kláraði Gunnhildur Gunnarsdóttir að skrifa undir hjá félaginu en hún var búin að gera munnlegt samkomulag við félagið áður en hún hélt með A-landsliðinu á NM.

Gunnhildur við undirritun samningsins