Sigur á ÍR

HaukarHaukastrákar eru ekki nema 5 stigum frá Víkingi Ólafsvík í baráttu liðanna um sæti í efstu deild karla í knattspyrnu. Haukar unnu ÍR 2-0 í gær í Breiðholtinu og enn eru Þrjár umferðir eftir í deildinni 9 stig í pottinum. Það getur því svo sannarlega allt gerst. Við fáum hér að láni umfjöllun fótbolta.net um leiki gærdagsins gegn ÍR. Það er Elvar Geir Magnússon sem hefur orðið.

Haukar sóttu þrjú stig á Hertz-völlinn í kvöld með 2-0 útisigri í rislitlum fótboltaleik. Hafnarfjarðarliðið á enn von um að komast upp í Pepsi-deildina en þarf að treysta á að liðin fyrir ofan muni misstíga sig.


Staða ÍR-inga er mjög svört, þeir sitja á botni deildarinnar með 14 stig þegar þeir eiga þrjá leiki eftir. Fjögur stig eru núna upp úr fallsæti en liðin fyrir ofan eiga leiki á morgun. Fall blasir við liðinu en vonin er enn til staðar.

Haukar voru mun öflugri í fyrri hálfleiknum og tóku verðskuldað forystuna þegar Brynjar Bjarnason skoraði eftir tæplega stundarfjórðung. Glæsilegt mark hjá Brynjari sem lék með ÍR-ingum í fyrra.

ÍR-ingar ógnuðu marki Hauka lítið sem ekkert í fyrri hálfleik og staðan 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum náðu heimamenn að halda boltanum betur innan liðsins en bitið var ekki til staðar. Daði Lárusson, markvörður Hauka, átti auðvelt með að hirða fyrirgjafir og nánast ekkert um almennileg færi báðum megin.

Á 86. mínútu gerðu Haukamenn út um leikinn. Skot Brynjars Benediktssonar var varið en Aron Jóhannsson náði frákastinu og skoraði með skalla.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=530#ixzz25F6Nl5If