Ágæta Haukafólk.
Í kvöld, miðvikudaginn 14.nóvember kl. 19:15, fá Haukastúlkur Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn.
Njarðvík er sem stendur í 5. sæti með 6 stig, en Haukar í 6. Sæti með 4. Þetta er því mjög mikilvægur leikur fyrir liðið ef það á að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppni fjögurra efstu liða að lokinni deildarkeppni. Haukar sigruðu Njarðvík á útivelli fyrr í haust og full ástæða til að endurtaka leikinn núna á heimavelli.
Sjáumst í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld og hvetjum Hauka til sigurs.
Áfram Haukar !
Kvennaráðið