Kæru Haukafélagar, á morgun sunnudaginn 18.nóvember taka Haukar á móti liði Keflavíkur í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum.
Þetta er hin eina sanna bikarkeppni og við höfum engan áhuga á að spila eina umferð í þessari keppni og því verður sigur að nást og ekkert annað. Keflavíkurliðið er ósigrað í deildinni í vetur, en það er hungrið og dagsformið sem ræður því hvaða lið heldur áfram í 8 liða úrslit. Það mun örugglega ganga betur ef stuðningsmenn Hauka mæta og styðja við bakið á liðinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Sýnum nú samstöðu og mætum öll á leikinn í Schenkerhöllinni Ásvöllum kl. 16 á morgun, sunnudag.
Koma svo Haukar !!!
Kvennaráðið.