Haukar tóku á móti Keflavík í Schenkerhöllinni í 16 liða úrslitum í Poweradebikar kvenna í dag þar sem að Keflavík fór með 84-89 sigur af hólmi.
Gæfan var ekki með Haukum í dag sem að byrjuðu leikinn af krafti og leiddu í hálfleik 41-40 en þá skaut Jessica Ann Jenkins þær í kaf og kom Keflavík yfir. Svo þegar Haukum tókst að minnka muninn niður í 2 stig með rétt rúmar tvær mínútur til leiks þá var reynsluboltinn hún Birna Valgarðsdóttir þeim erfiður ljár í þúfu og kláraði leikinn fyrir Keflavík.
Svekkjandi tap þar sem að það þurfti ekki mikið uppá til að Haukar hefðu komist áfram í bikarnum.