Haukar eiga víða efnilega íþróttamenn og er þar körfuboltafólk engin undantekning. Haukastelpur í 10-11 ára minni bolta tóku um helgina þátt í flottu móti sem haldið var hjá Stjörnunni í Garðabæ. Mótið hét því skemmtilega nafni ,,Stjörnustríð“ og gerðu okkar stelpur sér lítið fyrir og unnu Stjörnustríðið, glæsilegur árangur! Þjálfari stelpnanna sendi frá sér nokkur orð um mótið sem gaman er að lesa.
Við í minnibolta 10 og 11 ára kvenna fórum á Stjörnustríðsmótið síðustu helgi og stóðu stelpurnar sig rosalega vel. Stelpurnar höfðu ofsalega gaman að mótinu og voru með rosa stórt bros á sér allann tímann enda var þetta flott mót og allt til fyrirmyndar.
Þær vorum fámennar á vellinum eða fimm leikmenn þær Helga, Karen, Rakel, Áslaug og Sigrún en fullt af foreldrum, systkinum og flottu stuðningsfólki sem fylgdu okkur og hvöttu okkur til sigurs. Stelpurnar enduðu sem sigurvegarar og fengu glæsilegan bikar sem allar hlakka til að fara með heim og sýna foreldrum og vinum en þær fá að hafa hann hver í viku í senn.
Ég vil nýta tækifærið og óska þessum framtíðar körfuboltastelpum til hamingju frábært mót og fyrir frábæra skemmtun. Ég hafði rosalega gaman að þessu og hlakka til að fara á næsta mót með þessum snillingum.
Takk kærlega fyrir mig
Jóhanna Björk þjálfari minnibolta 10 og 11 ára
Hér er svo skemmtilegt myndband frá mótinu!