Óheppnar í Hólminum

Haukar sóttu Snæfell heim í kvöld í 10. umferð Dominosdeildarkvenna en þurftu að lúta í lægra haldi gegn þeim 81-72.

Eftir að hafa misst Snæfell langt frá sér í fyrri hálfleik þá komu Haukastúlkur sterkar tilbaka og minnkuðu muninn í fjögur stig með fimm mínútur til leiks. Eftir það gekk þeim illa að koma boltanum ofan í körfuna og Snæfell skoraði 8 seinustu stígin sín af vítalínunni. Stelpurnar voru því mjög óheppnar og vantaði ekki mikið uppá til að þeim hefði tekist að stela sigrinum í kvöld.

Stigahæstar hjá Haukum í kvöld voru: Siarre Evans 25 stig/14 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 25 stig/5 fráköst/4 stolna bolta og Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 stig/5 fráköst.

Nánari umfjöllun um leikinn á karfan.is

Næsti leikur er að viku liðinni í Schenkerhöllinni gegn Val og eru stuðningsmenn kvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar stúlkur áfram til sigurs.

ÁFRAM HAUKAR!