Haukar gerðu góða ferð upp í Grafarvoginn

Haukar sóttu Fjölni heim í 12. umferð Dominosdeildar kvenna í dag. Þær gerðu góða ferð og sigruðu 58-72. Þær eru núna búnar að sigra tvo leiki í röð og fjóra af seinustu sex í deildinni.

Siarre Evans var fremst í flokki með rosalegan leik, 33 stig og 22 fráköst og er undirritaður gríðarlega ánægður með að vera með hana í fantasy liðinu sínu.

Næst kom Margrét Rósa með 16 stig og 6 stoðsendingar. Gunnhildur og Auður Íris voru svo duglegar að frákasta þegar Evans var ekki nálæg. Gríðarleg barátta skilaði Auði 4 sóknarfráköstum þrátt fyrir að hafa verið umkring sér stærri leikmönnum.

Dagbjört átti glimmrandi fyrsta leikhluta þar sem hún skoraði 8 af 12 stigum Hauka.

Einnig voru framlög Lovísu, Maríu Lindar og Jóhönnu Bjarkar til fyrirmyndar.

Nánari umfjöllun um leikinn á karfan.is