Á morgun, miðvikudag mæta Haukar, Leikni R. í æfingaleik í Egilshöllinni. Um er að ræða þriðja æfingaleik Hauka á rúmlega viku en fyrstu tveir leikirnir hafa endað með tapi. Sá fyrsti gegn Stjörnunni 1-3 og síðan beið liðið lægri hlut gegn HK á laugardaginn síðastliðin, 1-4 en eina mark Hauka skoraði Magnús Páll Gunnarsson.
Taka skal fram að marga menn vantaði í lið Hauka vegna meiðsla og anna í skóla. Leikurinn á morgun fer fram klukkan 20:00.
Um miðjan janúar fer síðan fram æfingamót þar sem fjórir leikir verða leiknir á rúmlega tveimur vikum, gegn liðum í 1. og 2.deildinni. Frekari fréttir um það mót, munum við birta hér á Haukar.is þegar nær dregur.