Haukar leika á Hlíðarenda í kvöld

HaukarSíðasta umferð N1-deildarinnar fyrir tæplega tveggja mánaða frí fer fram í kvöld og eiga Haukar að leika við Val. Leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda og hefst kl.19:30.

Valsarar hafa átt afar misjöfnu gengi að fagna í deildinni það sem af er og eru nú í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Fram sem er í 6. sætinu. Þegar liðin áttust við fyrr í haust unnu Haukar 28-23 á Ásvöllum.

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana til sigurs!