Margrét Rósa Hálfdanardóttir er besti leikmaður Domino´s deildar kvenna umferða 9.-12. að mati lesenda vefsíðunnar Karfan.is.
Fjórar umferðir eru gerðar upp í einu og velja fréttaritarar og ljósmyndararar vefsíðunnar þrjá fulltrúa sem lesendur velja svo um.
Margrét Rósa stóð uppi sem besti leikmaðurinn að þessu sinni en ásamt henni voru þær Jessica Jenkins úr Keflavík og Sierra Evans úr Haukum tilnefndar.
Margrét er með 20.3 stig í þessum fjórum umferðum en þá komust Haukar aftur á sigurbraut og unnu þrjá af fjórum leikjum sínum.
Heimasíðan óskar Margréti til hamingju.