Stórleikur í bikarnum í kvöld!

HaukarÍ kvöld fer fram sannkallaður stórleikur í Símabikarkeppni karla í handbolta en þá mæta okkar menn ÍR-ingum í Austurbergi kl.19:00. Haukafólk er frægt fyrir að styðja vel við bakið á sínu liði og er algjör nauðsyn að mæta og styðja strákana í kvöld. Við mælum með því að fólk mæti snemma því ÍR-ingar búast við fullu húsi!

Á facebook síðu þeirra ÍR-inga birtist eftirfarandi færsla:

Við erum vanalega með 500 – 600 áhorfendur á leik, nú er það barátta upp á líf og dauða í Símabikarnum og við ætlum okkur í 4. liða úrslit.

 

Hauka stuðningsmenn eru duglegir að fylgja liðinu sínu og því vonumst  við til þess að það verði 1000 + áhorfendur á þessum leik sem þýðir að  báðar stúkurnar verða útdregnar í Austurbergi. Það verður gengið í þær  að ofan samanber mynd hér að neðan.

Mætið tímanlega því „Blackout“  verður í húsinu 5 mín fyrir leik þegar ljósashow sem Fiskbúð Hólmgeirs  styrkri verður sett í gang og tónlistin í botn.. Ég er að segja ykkur  að Þetta er leikur sem þið viljið ekki missa af !!!