Handboltaliðin í eldlínunni um helgina

HaukarUm helgina er spilað bæði í N1-deildum karla og kvenna, strákarnir ÍR-Haukar spila á sunnudaginn kl. 19:30 í Austurbergi í Breiðholti. Strákarnir vilja eflaust hefna fyrir tapið þar á miðvikudaginn sl. í bikarnum.

Stelpurnar spila við HK laugardaginn kl. 16 í Strandgötu. Stelpurnar töpuðu fyrir Stjörnunni með einu marki eftir að hafa verið yfir í 58 mínútur. Svekkjandi tap, en þær stefna ótrauðar á sigur gegn HK á morgun.

Haukafólk fjölmennum á leikina!