Mögur helgi í handboltanum

HaukarÞað er óhætt að segja að helgin hjá meistaraflokkum okkar Hauka í handbolta hafi verið mögur. Stelpurnar töpuðu í Strandgötunni 21-26 gegn HK á laugardag en strákarnir töpuðu 21-22 gegn ÍR í Austurbergi. Það gengur ekki alveg sem skyldi þessa dagana hjá okka liðum og nokkrir leikir hafa tapast í röð en þá er enn mikilvægara að standa þétt við bakið á sýnu fólki.

Getan og hæfileikar eru svo sannarlega til staðar í báðum liðum og ekki nema tímaspursmál hvenær liðin rífa sig upp og fara að vinna á nýjan leik.

Næstu leikur hjá karlaliði okkar er á fimmtudag kl.18:00 (ath óvenjulegan leiktíma!) gegn Akureyri hér á Ásvöllum (Schenkerhöllinni) en stelpurnar leika strax í kvöld kl.19:30 uppi í Safamýri gegn Fram. Við hvetjum Haukafólk eindregið til að styðja okkar fólk til sigurs!