Meistaraflokkur karla í handbolta lék í gær gegn Akureyri fyrir norðan í sjöttu umferð Olísdeildar karla.
Haukamenn mættu grimmir til leiks eftir tapið um helgina í Evrópukeppninni og byrjuðu þeir leikinn betur og komust í 3 – 0 og voru komnir í 8 – 2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þegar flautað var til hálfleiks voru Haukar yfir 14 – 9 og náðu strákarnir að halda þessu örugga forskoti út leikinn og gott betur og unnu að lokum leikinn 30 – 22 en mestur fór munurinn upp í 10 mörk.
Allt Haukaliðið lék vel í þessum leik vörn og markvarsla var til fyrirmyndar og bæði Elías Már og Sigurbergur spiluðu glimmrandi leik eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum. Elías var markahæstur Hauka með 8 mörk og Sigurbergur skoraði 6 en auk þeirra var nýjasti landsliðsmaður Hauka hann Árni Steinn góður og bætti hann við 6 mörkum. Giedrius stóð í markinu allan leikin og varði mjög vel sem að lokum skilaði honum 17 varða bolta.
Núna tekur við smá pása í deildinni vegna landsleikjahlés og þar af leiðandi er næsti leikur Hauka ekki fyrr en 7. nóvember á móti HK og er sá leikur í Schenkerhöllinni kl. 19:30.