Haukar og Snæfell mættust í Domino‘s deildum karla og kvenna í gærkvöld og skiptu liðin með sér sigrum. Snæfell náði sigri í kvenna leiknum en í karlaleiknum voru Haukar sterkari aðilinn. Vel var mætt á völlinn í boði Valitor og urðu áhorfendur ekki sviknir yfir spennunni sem boðið var upp á af leikmönnum.
Leikur Hauka og Snæfells í kvenna var hnífjafn nánast allan leikinn en að lokum voru það Snæfellingar sem uppskáru sigur við mikinn fögnuð sinna manna. Segja má að Haukar hafi gefið sigurinn frá sér en síðustu tvær mínútur leiksins töpuðu Haukar knettinum fimm sinnum þar sem þeim var refsað með hraðaupphlaupi í tvígang. Lokatölur urðu 66-67 fyrir Snæfell.
Lele Hardy var atkvæðamest Hauka með 27 stig, 23 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstar á eftir henni komu þær Lovísa Björt Henningsdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 10 stig hvor.
Haukar sitja í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Keflavík er í því efsta með 12.
Tengdar fréttir:
Snæfell sterkari í lokinn
Myndasafn eftir Axel Finn
Umfjöllun, viðtöl og myndir á visi.is