Haukar gerður góða ferð vestur á Ísafjörð þegar þeir lögðu lið KFÍ í 32. liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Það verður seint sagt að spilamennska beggja liða hafi verið upp á marga fiska en Haukar náðu að leiða leikinn allt frá öðrum leikhluta og unnu að endingu, 61-66.
Sigurður Þór Einarsson og Haukur Óskarsson voru stigahæstir með 14 stig hvor og Davíð Páll Hermannsson setti niður 13. Terrence Watson og Emil Barja náðu sér ekki á strik og skoraði Terrence öll sín 5 stig í fjórða leikhluta.
Á morgun, þriðjudag, verður svo dregið í 16. liða úrslit Poweradebikars karla og kvenna. 14 lið eru í pottinum hjá stúlkunum þannig að viðureignirnar verða einungis sex í 16. liða úrslitum og tvö lið sitja hjá.
16 lið eru í pottinum í bikarkeppni karla og þar af eru níu úr úrvalsdeild en KR, Valur og KFÍ eru dottinn út af úrvalsdeildar liðunum.