Haukastelpur taka á móti Val í kvöld í Schenkerhöllinni kl. 19:15. Haukastúlkurnar hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og hafa unnið síðustu 5 leiki sína nokkuð örugglega og hafa verið að skríða upp töfluna.
Haukar eru í 3 sæti, tveim leikjum á eftir toppliðunum tveim og með sigri geta þær sett pressu á toppliðin. Valur sigraði Grindavík í síðasta leik sínum og má því búast við hörku viðureign í kvöld.