Keflvíkingar koma í Schenker höllina í kvöld og etja kappi við Haukamenn í áttundu umferð Domino’s deildar karla. Haukar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 8 stig, jafn mörg og Þór Þorl. sem situr í 5. sæti, en Keflavík er í 2. sæti og hafa einungis tapað einum leik í deildinni í vetur. Það er því ljóst að það er erfiður leikur fyrir höndum hjá Haukamönnum og skiptir stuðningur úr stúkunni því miklu máli.
Haukum hefur gengið vel á heimavelli í vetur og hafa unnið þrjár af fjórum leikjum sínum á Ásvöllum. Eini leikurinn sem ekki sigraðist var tvíframlengdur leikur gegn Grindavík en þar töpuðu Haukar einungis með tveimur stigum. Það verður því spennandi að sjá hvernig málin þróast og vonandi fáum við spennandi og skemmtilegan leik.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður Gunni mættur á grillið kl. 18:30 fyrir þá sem vilja smella sér á borgara. Með honum að þessu sinni verður Henning Henningsson sem mundar spaðann og það með vinstri.