Haukamenn fóru fullir sjálfstraust í viðureignina gegn FH í gær. Þeir sýndu á köflum bæði frábæran sóknar – og varnarleik ásamt því sem Einar Ólafur átti frábæra innkomu í markinu eftir að Giedrius hafði byrjað og ekki fundið taktinn. Í hálfleik var staðan 11 – 14 fyrir Hauka og mest náðu okkar menn 10 marka forystu, 15 – 25.
Á kafla í síðar hálfleik misstu okkar menn leikmenn í tveggja mínútna brottvísanir og voru um stund 4 gegn 6. Það er erfið staða gegn eins sterku liði og FH og því söxuðu FH ingar á forskot okkar manna þar til að það munaði aðeins tveimur mörkum en nær komust þeir ekki og síðustu tvö mörkin voru okkar manna og góður sigur, 27 – 31 staðreynd.
Haukaliðið á hrós skilið fyrir góða baráttu og maður sá hvað leikmenn voru jákvæðir og ákveðnir í sínum aðgerðum, greinilegt að Patrekur og hans menn eru að gera mjög góða hluti með liðið.
Mörk Hauka: Árni Steinn Steinþórsson 10, Sigurbergur Sveinsson 8/3, Elías Már Halldórsson 5, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Þröstur Þráinsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Matthías Árni Ingimarsson 1, Þórður Rafn Guðmundsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Næsti leikur er heimaleikur gegn Fram og verður hann í Schenkerhöllinni að Ásvöllum fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00 og er síðasti leikur fyrir jólafrí og leikjafrí vegna EM í handbolta sem verður í janúar.
Áfram Haukar!