Feðgarnir Jón og Kári bornir saman

Feðgarnir Jón Arnar Ingvarsson og Kári Jónsson hafa verið sýnilegir hjá Ruslinu á karfan.is í dag og í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er helsta umfjöllunarefni Ruslsins tölfræði og er þar tekið saman hin ýmsu afrek manna á vellinum.

Það sem þeir feðgar eiga sameiginlegt er að þeir byrja báðir að spila með meistaraflokki karla 16 ára og báðir í efstu deild. Ruslið tekur saman tölfræði Jóns þá og svo afrek Kára á vellinum það sem af er tímabilinu. Lesa má greinina í heild sinni sem heitir Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Í dag tekur Ruslið svo fyrir magnað afrek Jóns Arnars þegar hann skorar 18 ára gamall 44 stig í sigri Hauka gegn KR 1990 þar sem hann nær ótrúlegri tölfræði. Sú grein ber nafnið 18 ára Jón Arnar skorar 44 stig á KR.

Myndirnar tengdar þessari frétt eru fengnar af karfan.is