Flugfélag Íslands deildarbikarinn í kvöld í Strandgötunni

Sigurbergur Sveinsson var valinn bestur hjá mbl.is það sem af er móti, vonandi finnur hann fjölina sína í Strandgötunni í kvöldÍ kvöld og á morgun verður spilaður deildarbikarinn í handbolta, Flugfélag Íslands deildarbikarinn. Fjögur efstu lið Olísdeildarinnar eiga þátttökurétt (Haukar – FH – ÍBV – Fram) og í kvöld verða spiluð undanúrslit. Þar leika okkar strákar á móti Fram en þessi lið mættust í síðasta leik liðanna í deildinni þar sem Haukar höfðu sigur þótt að Haukarnir hafi lent undir með mest 7 mörkum í seinni hálfleik.

Búast má við hörkuleik í kvöld en liðin mættust líka í undanúrslitum í fyrra og þar slógu Frammarar okkar menn út úr keppni en Fram sigraði einnig rimmu liðanna í úrslitum á Íslandsmótinu í fyrra. Liðin hafa þess að auki mæst tvisvar á tímabilinu og hafa liðið unnið sitt hvorn leikinn og má því búast við hörkuleik þegar flautað verður til leiks kl. 19:30 í Strandgötunni í kvöld. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að taka sér smá pásu í jólaundirbúningnum og mæta á fornar sigurslóði okkar Haukamanna í kvöld og styðja Hauka til sigur í Deildarbikarnum því sigurvegarinn í kvöld mætir annaðhvort FH eða ÍBV í úrslitaleik á morgun sem er jafnframt síðasti leikur í karlaboltanum í nokkurn tíma vegna pásu sem tekin verður á deildinni vegna þáttöku landsliðsins á EM nú í janúar.

 

Áfram Haukar!