Leikurinn gegn Fram í Strandgötunni í kvöld byrjaði af miklum krafti og sterkur varnaleikur beggja liða var alls ráðandi. Í hálfleik var staðan 10 – 7 fyrir Hauka og því forskoti náðu þeir á síðustu mínútum hálfleiksins. Í seinni hálfleik var eins og allur kraftur væri úr Framliðinu og kom fyrsta mark þeirra ekki fyrr en eftir um 8 mínútur voru liðnar. Haukar léku á sama tíma á alls oddi og sýndu á köflum frábæra takta bæði í sókn og vörn ásamt því sem Giedrius lokaði markinu. Að lokum fór það svo að Haukar unnu öruggan sigur, 27 – 15.
Enn og aftur sýndi Haukaliðið allar sínar bestu hliðar. Giedrius frábær í markinu með 21 varin skot og Sigurbergur skoraði 6 mörk, þar af nokkur stórglæsileg. Aðrir leikmenn áttu líka fínan dag en þessir tveir stóðu upp úr annars jöfnu sigurliði.
Mörk Hauka:
Sigurbergur 6 (2v), Elías Már 4, Árni Steinn 4, Þórður Rafn 3, Einar Pétur 2, Þröstur 2, Brynjólfur 2, Adam Haukur 1, Tjörvi 1, Jón Þorbjörn 1, Matthías Árni 1.
Á morgun kl. 15:00 verður úrslitaleikurinn leikinn og þar mæta Haukar liði FH sem sigraði ÍBV í hinum undanúrslitaleik kvödsins.
Mætum öll, fyllum Strandgötuna og styðum Hauka til sigurs.