Íþróttafólk Hauka 2013

Emil Barja, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Ívar Ásgrímsson

Haukar héldu sína árlegu verðlauna- og viðurkenningahátíð, þann 31. desember, í hátíðarsal félagsins að Ásvöllum. Á hátíðinni er afreksfólk Hauka heiðrað og tilkynnt um íþróttafólk Hauka sem valið er ár hvert af Aðalstjórn Hauka.

Venja er að kjósa íþróttakonu, íþróttakarl og þjálfara ársins. Í ár vildi svo til að öll komu þau úr körfuknattleiksdeild félagsins.

 

 


Eftirtaldir aðilar voru valdir:

Íþróttakona Hauka: Gunnhildur Gunnarsdóttir

Íþróttakarl Hauka: Emil Barja

Þjálfari Hauka: Ívar Ásgrímsson

Óskar aðalstjórn Hauka þessu góða íþróttafólki til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Að auki voru leikmenn Hauka sem valdir voru til landsliðverkefna heiðraðir. Aldrei áður í sögu Hauka hafa deildir innan Hauka átt jafnmarga leikmenn sem valdir hafa verið til landsliðsverkefna og á árinu sem var að líða, eða rétt tæplega 80 iðkendur. Sýnir þetta vel hve öflugt íþróttastarf er unnið innan Hauka og erum við stolt af þessum frábæru leikmönnum.

Glæsilegur hópur úr Haukum sem tók þátt í landsliðsverkefnum á árinu 2013

 

 

 

 

 

Hermann Þórðarson fékk viðurkenningu af Ágústi Sindra Karlssyni formanni félagsins en Hermann hefur unnið ötult starf innan Hauka í áratugi og hefur bæði verið formaður handknattleiksdeildar og einnig formaður Hauka. Hermann hefur unnið að því að halda utan um fréttir sem hafa verið skrifaðar um Hauka í landsblöðunum síðustu áratugina og hefur búið til einstakt safn sem hann hefur gefið Haukum og mun varðveita nafn Hermanns um ókomna tíð.

 Hermann Þórðarson með viðurkenningar sínar fyrir góð störf

Að lokum óskar stjórn Hauka öllu Haukafólki og landsmönnum gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir árið sem er að líða.

 kveðja,

Aðalstjórn Hauka