Haukastúlkur byrja nýja árið í öðru sæti

Haukastúlkur áttu góðan leik í kvöld þar sem að þær fóru illa með Keflavík í 85-59 og komu sér þar með í annað sætið í deildinni. Stelpurnar á blússandi siglingu með 8 sigra í seinustu 10 leikjum.

Skemmtilegt atvik átti sér stað í öðrum leikhluta þegar Haukar áttu innkast undir körfunni sem Margrét Rósa Hálfdanardóttir tók. Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, var að dekka hana en hún var hinsvegar að einbeita sér að öðrum leikmönnum Hauka og sneri bakinu í Margréti. Margrét var ekki lengi að notfæra sér það og kastaði boltanum í bakið á Söru úr innkastinu, steig inná völlinn og greip boltann sjálf, gaf þar með á sjálfa sig úr innkastinu eins og Scottie Pippen gerði við Danny Ainge í úrslitum NBA 1993 sem flest (h)eldra fólk man vel eftir.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti prýðis góðan leik þrátt fyrir að hafa ekki tekist að skora stig, en hún átti 8 skot í leiknum sem geiguðu öll. Á loka mínútum leiksins fékk hún meira að segja að fara á vítalínuna en náði ekki að nýta sér það.

Þóra Kristín Jónsdóttir fékk að spreyta sig í lokin og var ekki lengi að skora. 

Umfjöllun um leikinn á: