Haukastúlkur óstöðvandi

Haukar eru sjóðandi heitar þessa daganna og í kvöld varð Grindavík nýjasta fórnarlamb þeirra er þær kafsigldu þær 92-67. Þær eru núna búnar að vinna þrjá leiki í röð með 24 stiga mun að meðaltali.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir var stórkostleg í fyrsta leikhlutanum og skoraði hún 18 stig og var með 100% skotnýtingu! Hún hafði þó hægt um sig í stigaskorun það sem eftir lifði leiksins en við fyrirgefum henni nú það að vera ekki stigagráðug en hún endaði leikinn með 23 stigum.

Gunnhildur Gunnarsdóttir átti einnig frábæran leik með 16 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

Lele Hardy var að sjálfsögðu með sína hefðbundnu trölla tvennu en hún setti 16 stig og tók 20 fráköst.

Restin af liðinu spiluðu allar mjög vel en langar mig sérstaklega að minnast á þær rétt tæpu 5 mínútur sem að Íris Sverrisdóttir spilaði en hún var aldeilis ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn. Hún var fljót að setja tvo þrista, þar af einn spjaldið ofan í úr horninu! Já þú last rétt, spjaldið ofan í úr horninni, einstaklega glæsilega gert.

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is