Metþátttaka á Actavísmóti

Haukar

Actavísmótið fór fram um liðna helgi í DB Shenkerhöllinni að Ásvöllum. Mótið  sem í ár var haldið í 10 sinn var með metþáttöku þar sem 120 lið mættu til leiks! Mikil leikgleði leikmanna og ánægja aðstandendna keppenda stendur upp úr eftir ánægjulega körfuboltahelgi í Hafnarfiðinum.

Eins og undanfarin ár var mjög góð þátttaka á mótinu í ár mættu 120 lið til keppni, með hátt í sjö hundruð strákum og stelpum. Mjög vel var mætt einnig af foreldrum  og aðstandendum leikmanna og er  talið að um 1.500 áhorfendur hafi mætt í Hafnarfjörðinn um helgina og því alls um 2.200 manns sem tóku þátt í mótinu þetta árið.

Leikið var á 6 völlum laugardag og sunnudag og voru leikirnir alls um 180. Í ár tóku lið frá 15 liðum þátt í mótinu frá  KR, Keflavík, Stjörnunni, Fjölni, Val, Grindavík, Snæfell, Njarðvík, Breiðablik, Álftanesi, Ármanni, ÍR, Aftureldingu og  ÍA ásamt gestgjöfunum Haukum. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá lið frá Aftureldingu og ÍA sem ekki hafa tekið þátt í mótinu áður.

 

Stuðningsmenn liðanna mættu vel til að styðja sín lið en allir leikmenn sem taka þátt í mótinu eru sigurvegarar og fengu veglega gjöf frá aðalstyrktaraðila mótsins Actavís í mótslok. Hafnarfjarðarbær styrkti mótið nú eins og undanfarin ár en það hefur nú verið haldið í 10 ár samfellt og er mótið fyrir löngu orðið árlegur viðburður í íþróttabænum Hafnarfirði. Nýlega var endurnýjaður samningur við Actavís um að mótið verði áfram næstu ár í Hafnarfirðinum.Einbeiting og leikgleði skein úr hverju andliti leikmanna á mótinu þar sem allir fara heim sem sigurvegarar með verðlaun og bros á vör eftir skemmtilegt mót!  Ánægjulegt var einnig að sjá hversu vel var mætt af foreldrum leikmanna og öðrum aðstandendum þeirra til að styðja leikmennina á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Mörg frábær tilþrif sáust á mótinu og er greinilegt að margir þeirra leikmanna sem mættu á mótið eiga framtíðina fyrir sér í körfuknattleiksíþróttinni og verða eflaust síðar landsliðsmenn Íslands í körfu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndari frá Sporthero.is mætti á mótið og munu innan skamms birtast liðsmyndir og myndir af leikmönnum liðanna á heimasíðu Sporthero.is. Hér má einn sjá fleiri myndir frá mótinu bæði á laugardag og sunnudag.

Körfuknattleiksdeildar Hauka sá um undirbúning, skipulagningu og framkvæmd mótsins undir styrkri stjórn Brynjars Steingrímssonar mótsstjóra. Gestir Hauka voru á einu máli um að mótið í ár hafi tekist mjög þar sem tímasetningar leikja ganga mjög vel upp vel þökk sé um 100 sjálfboðaliðum sem komu úr stjórn og ráðum Körfuknattleiksdeildarinnar ásamt þjálfurnum og leikmönnum í meistara-, unglinga,- stúlkna-, og drengjaflokkum.  

 

Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Hauka vil ég þakka öllum þátttakendum á mótinu sem og þeim fjölda sjálfboðaliða sem unnu að mótinu fyrir skemmtilegt mót með von um að enn fleiri gesta lið láti sjá sig á Actavísmótinu að ári liðnu.

 Samúel Guðmundsson

Formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka