Haukastelpur náðu í gær að standast pressuna í 60 mínútur og það skilaði þeim góðum heimasigri á liði HK, 28-25 en staðan að loknum fyrri hálfleik var 10-11. Leikur liðsins var dálítið sveiflukenndur, sérstaklega í fyrri hálfleik, en í þeim síðari spiluðu okkar stelpur af meiri festu í vörninni ásamt því að vera þolinmóðari í sókninni. Markvarslan var ágæt en hin unga Tinna Húnbjörg átti fína innkomu.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 7, Karen Helga Díönudóttir 7, Viktoria Valdimarsdóttir 5, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Nú er að nota þennan meðbyr í næsta leik sem verður á móti Fylki í Fylkishöllinni næstkomandi þriðjudag, 28. janúar kl. 19:30. Haukar lögðu Fylki á Ásvöllum 5. október s.l. 32-19 og vonandi ná þær aftur að landa góðum sigri á Fylki á þriðjudaginn.
Allir að mæta og hvetja Hauka til sigurs.
Áfram Haukar!