Verðmæt stig komu í hús í kvöld þegar Haukar unnu Fylki í Árbænum með 29 mörkum gegn 22. Fyrir utan upphafsmínúturnar voru Haukar yfir allan leikinn.
Markaskorun í leiknum dreifðist nokkuð en Agnes Ósk byrjaði vel og skorað þrjú fyrstu mörkin. Viktoría var markahæst með 7 mörk og Kolbrún kom þar skammt á eftir með 6 mörk og má því segja að hægri vængurinn hafi verið öflugur í þessum leik.
Mörk Hauka: Viktoría Valdimarsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 4, Agnes Ósk Egilsdóttir 3, Marija Gedroit 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2.
Nú eru stelpurnar búnar að vinna tvo leiki í röð og munu vonandi halda áfram á þessari sigurbraut en þær eru orðnar jafnar að stigum við FH og HK.
Næstkomandi laugardag taka taka Haukakonur á móti KA/Þór og ættu allir Haukamenn að flykkjast í Schenkerhöllina og styðja stelpurnar til sigurs en leikurinn hefst kl. 16:00.
Áfram Haukar!