Haukastelpur í höllina

HaukarHaukastelpurnar tryggðu sér farseðilinn í höllina í gær með baráttusigri á Keflvíkingum á útivelli.

Stelpurnar virkuðu frekar stressaðar í fyrsta leikhluta en Auður hélt þeim inní leiknum með góðri nýtingu í 3ja stiga skotum. Í öðrum leikhluta komi Lovísa og Sylvía gríðarlegar sterkar inn. Lovísa hirti hvert sóknarfrákastið eftir annað og Sylvía var dugleg bæði í sókn og vörn. Má segja að þær tvær hafi náð að blása baráttuanda í aðra liðsmenn og var baráttan í liðinu gríðarlega góð í leiknum eftir mistækan fyrsta leikhluta.

 Haukarnir náðu naumri forystu í öðrum leikhluta en Keflvíkingar börðurst vel með Bryndísi í fantaformi. Í síðari hálfleik náðu stelpurnar ágætis forystu en Keflvíkingar náðu að setja smá pressu í leikinn með því að minnka forystuna niður í 3 stig er rétt rúmlega mín. lifði leiks. Lovísa náði að setja tvö mikilvæg skot niður í teignum og Lele barðist gríðarlega í fráköstum og tryggði sanngjarnan sigur.

Allar stelpurnar eiga hrós skilið fyrir baráttuna og nú er bara að fara að hlakka til þess að fara í Höllina og etja þar kappi við feiknarsterkt lið Snæfells. 

Stutt er á milli stríða hjá stelpunum en þær eiga heimaleik á mót Hamri á miðvikudaginn og svo á sunnudag fara þær aftur til Keflavíkur.