Fjölgreinaæfingin á fimmtudaginn 6. febrúar fellur niður vegna leiks hjá mfl. karla í handbolta sem hefst kl. 18:00.
Allir krakkarnir fengu einn boðsmiða á kvennaleikinn í körfunni í kvöld kl. 19;15 og getið tekið með sér foreldri eða aðstandenda og þau fengu einnig miða á handboltaleikinn sem er á morgun og hefst eins og áður er sagt kl. 18:00
Haukar spila í körfunni í kvöld á móti Hamri frá Hveragerði í Dominos deild kvenna. Haukastúlkur gerður sér lítið fyrir á sunnudaginn og komust í bikarúrslitin og því verður gaman að sjá stelpurnar eftir þann leik.
Strákarnir í mfl. Hauka í handbolta eru á toppi deildarinnar í Olís deildinni og spiluðu síðast við ÍR á útivelli og unnu þar sanngjarnan sigur. Þetta er fyrsti heimaleikur þeirra eftir EM fríið og þeir ætla örugglega að sýna Haukafólki af hverju þeir verma toppsætið í deildinni.