Í gær heimsóttu Haukastelpur FH í Kaplakrikann. Haukar voru alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleik, en náðu þó aldrei að hrista FH stúlkur af sér, voru mest tveimur mörkum yfir og alltaf komu FH stúlkur til baka og jöfnuðu.Staðan í hálfleik var 14 – 15 Haukunum í vil. Seinni hálfleikur byrjaði með sama hætti og leiddu Haukastúlkur fyrstu 17 mín hálfleiksins, en þá fóru FH stúlkur í fyrsta skipti yfir í stöðunni 23 – 22, síðan í upphafi leiks þegar FH þegar staðan var 2 – 1. Þá kom hræðilegur kafli hjá Haukum og skoruðu þær ekki mark á 8 mínútna kafla og náði FH að komast þremur mörkum yfir 25 – 22, þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Þarna misstu Haukastúlkur vald á sóknarleiknum sem einkenndist af fljótfærni og agaleysi og því fór sem fór.
Karen Helga var klárlega maður leiksins en hún skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik. Einnig var hún með góðar stoðsendingar á félaga sína og mjög öflug í vörninni. Tinna átti fína innkomu í markið og varði vel þær 15 mínútur sem hún stóð í markinu.
Þessi úrslit urðu til þess að Haukar og FH höfðu sætaskipti í töflunni, FH fer í 6.sæti sem Haukar voru í sem aftur fór niður í það 7.
Ein umferð er eftir af mótinu og Hauka munu þar leika gegn Fram í Schenkerhöllinni. Leikurinn fer fram 22. mars n.k. og hefst kl. 13:30.
Áfram Haukar!