Leikur nr. II. í undanúrslitum í kvöld

Jóhanna verður í eldlínunni í kvöld á móti KeflavíkHaukastúlkur geta komist í kjörstöðu með því að leggja Keflavík að velli í kvöld.

Haukar unnu fyrsta leikinn nokkuð sannfærandi og því mikilvægt að koma gríðarlega vel stemmdar í leikinn í kvöld. Varnarleikurinn var traustur í síðasta leik og rúllaði Baddi þjálfari vel á mannskapnum og því ættu stelpurnar að vera vel stemmdar fyrir kvöldinu.

Með sigri geta stelpurnar náð 2-0 forystu, en það þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitin.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla til að fjölmenna í Reykjanesbæ og hvetja stelpurnar til sigurs.

Áfram Haukar!