Haukastelpurnar heimsækja Hlíðarenda í kvöld kl. 19:15 og geta með sigri haldið sig á toppi deildarinnar.
Haukarnir hafa unnið fjóra leiki í röð og hafa verið á góðu skriði í deildinni en nú er komið að því að heimsækja mjög erfiðan útivöll en Valsmenn geta með sigri náð að jafna Haukastúlkur.
Haukar lögðu Breiðablik í síðasta leik sínum í Smáranum eftir að hafa verið undir mestan hluta leiksins en sýndu í fjórða leikhluta hvers þær eru megnugar er þær gjörsamlega völtuðu yfir Breiðabliksstúlkur en ljóst er að Haukastúlkurnar þurfa að spila betur í kvöld ef þær ætla sér sigur á móti sterku lið Valsmanna.