Hamar – Haukar í Hveragerði kl 19:15

Lele Hardy hefur átt í smá handameiðslum að stríða en verður tilbúin í kvöldHaukastelpur fara í heimsókn til Hveragerðis og eiga leik við Hamar 19:15 í kvöld. Með sigri halda þær 3. sæti deildarinna. Valur og Grindavík eru við hælana á Haukum í 4. og 5. sæti þannig að sigur er mikilvægur í toppbaráttunni.

Haukastelpurnar eru búnar að tapa tveim leikjum í röð og því er mikilvægt að stuðningur úr stúkunni sé góður til að koma Haukum aftur á sigurbrautina. 

Haukar töpuðu síðasta leik gegn keflavik með 13 stigum en skotnýting stúlknanna var ekki sú besta í þeim leik. Stelpurnar hittu aðeins úr 33% af skotunum sínum og 53% frá vítalínunni. 

Hamarsliðið er í 6.sæti deildarinnar með tvo sigurleiki og átta tapleiki. Hamar fengu nýlega Sydnei Moss til liðs við þær og hefur hún skorað 21,5 stig og tekið 11 fráköst að meðaltali í þeim tveim leikjum sem hún hefur spilað. Sydnei kom í liðið í stað Adrina Rendon sem þótti ekki standa undir væntingum Hamars.