Þrír Haukastrákar í U21 árs liði HSÍ

Grétari Ari er einn af þrem Haukamönnum í U21 árs liðinuHandknattleikssamband Íslands hefur valið 18 manna æfingahóp U21 árs liðsins fyrir forkeppni liðsins fyrir HM sem haldið verður hér á landi 9-11 janúar.

Haukar eiga þrjá drengi í þessum hóp þá Adam Hauk Baumruk, Janus Daða Smárason og Grétar Ara Guðjónsson. Allir þessir þrír leikmenn hafa verið að spila stórt hlutverk í meistaraflokknum í vetur og má fastlega búast við því að þeir verði í lykilhlutverki í komandi verkefnum liðsins.

Adam Haukur er vinstri skytta Haukanna og hefur verið að taka að sér lykilhlutverk bæði í sókn og vörn Haukaliðsins þrátt fyrir ungan aldur. Janus Daði er leikstjórnandi en getur einnig spilað í skyttustöðu og Grétar Ari er einn af þrem markmörðum meistaraflokks og hefur skipt stöðunni með Einari ásamt Giedrius.

Haukar eru mjög stoltir af þessum flottum drengjum og óska þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem eru framundan bæði með landsliðinu og Haukum.