Liðsstyrkur til kvennafótboltans

Hafdís Erla mun spila með Haukum í sumarHaukar fá liðsstyrk fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna.

Knattspyrnudeild Hauka hefur gert samning við tvo leikmenn sem koma frá ÍR og munu styrkja 1. deildar lið Hauka töluvert í baráttunni sem er framundan.

Þórdís Sara Þórðardóttir og Hafdís Erla Valdimarsdóttir hafa samið við Hauka fyrir komandi átök. Þórdís Sara er framherji en hún hefur spilað 96 leiki fyrir ÍR og gert 53 mörk, á síðasta tímabili spilaði hún 14 leiki fyrir ÍR og skoraði 7 mörk.

Hafdís Erla ValdimarsdÞórdís Sara mun spila með Haukum í sumaróttir er miðjumaður og hefur spilað 40 leiki fyrir ÍR og skorað 7 mörk en hún hefur einnig verið á mála hjá Val. Hafdís getur einnig leikið sem varnarmaður.

Þess má geta að Hafdís Erla var fyrirliði hjá ÍR á síðasta tímabili.

Mikill hugur er hjá Haukum fyrir komandi tímabili og alls ekki ólíklegt að þær styrki sig enn frekar fyrir komandi tímabil.