Á morgun spila strákarnir í handboltanum sinn síðasta leik fyrir jól og síðasta leik fyrir leikjahlé á mótinu vegna HM í Quatar. Mótherjar okkar eru lið Aftureldingar og hefst leikurinn kl. 19:30.
Eftir 15 umferðir er uppskeran 12 stig og jafnt strákarnir sem og áhangendur hefðu gjarnan viljað sjá fleiri stig. Liðið hefur ekki náð þeim stöðugleika sem það hefur haft og eru ástæður þess eflaust margar. Ein er að liðið er töluvert breytt frá síðasta tímabili og einnig hafa meiðsli lykilmanna sett strik í reikninginn. En við hjá Haukum erum vön að styðja við bakið á okkar leikmönnum í meðbyr og mótlæti og á því verður engin breyting. Við mætum því með bros á vör í Schenkerhöllina á morgun og látum vel í okkur heyra og klárum þennna síðasta leik fyrir jól með sigri.
Áfram Haukar!