Úrslitaumferð í vorleik Haukagetrauna

HaukarUndanúrslitakeppninni er lokið í vorleik Haukagetrauna og því orðið ljóst hvaða lið það eru sem keppa til úrslita í vorleiknum.
Í úrvalsdeildinni eru það lið Spurs og Zorro sem að keppa um gullið en lið HELL og EG keppa um bronsið.
Gríðarlega jöfn keppni var í B riðli í úrvalsdeild og fer Zorro í úrslitaleikinn á því að hafa haft fleiri útisigra rétta í síðustu umferð. EG fer áfram á fleiri réttum jafnteflum í síðustu umferð. EG keppir um þriðja sætið við HELL.

Í 1. deild fara Chelsea og Starfsmenn Ásvalla í úrslitaleikinn en Dís og Friðgeir keppa um 3. sætið. Dís og Chelsea voru með jafnmörg stig eftir keppnina en Chelsea fer í úrslitaleikinn á fleiri útisigrum í seinustu umferð.
Lokaumferðin fer fram n.k. laugardag, 14. maí, milli 10:00 og 13:00.
Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 21. maí
en þá verður ný stúka við aðalkeppnisvöllinn okkar hér á Ásvöllum vígð og verður það tilkynnt sérstaklega hér á heimasíðunni.

Úrvaldsdeild

1 sæti Spurs gegn Zorro

3 sæti EG gegn HELL

1 deild

1 sæti Chelsea gegn Starfsmenn Ásvalla

3 sæti Dís gegn Friðgeir