Haukar – KA/Þór laugardaginn 7. febrúar kl. 16:00

karen_helgaMeistaraflokkur Kvenna í handboltanum tekur á móti KA/Þór á Laugardag kl 16:00

Haukastelpur hafa verið á flottu flugi síðustu mánuði og eru nú í 4-5 sæti ásamt ÍBV og nálgast toppliðin.  Næsta viðureign stelpnanna verður við KA/þór í Schenker Höllinni.  Síðast þegar liðin áttust við hittu okkar stelpur vægast sagt á slæmann dag og töpuðu 22-19.  Ljóst er að Haukastelpur ætla að sýna okkur að þær séu að stefna á toppbaráttuna og ætla sér ekkert nema sigur.

Næstkomandi þriðjudag taka svo Haukastelpur á móti Selfossi í 8 liða úrslitum íCoca Cola bikarsins.  Ef sigur vinnst í þeim leik eru okkar stelpur komnar í „Final four“ í Höllinni annað áriði í röð.

Stelpurnar okkar þurfa ykkar stuðning því óskum við eftir að allt Hauka fólk mæti á völlinn og styðjið þær til sigurs.

Áfram Haukar.