Haukastúlkur taka á móti Breiðablik í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.
Haukarnir hafa tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni og eru staðráðnar í því að komast á sigurbraut á ný í kvöld.
Lele Hardy kemur aftur inní liðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðast leik, sem var útileikur á móti Hamri. Stelpurnar spiluðu nokkuð vel í þeim leik og voru ákveðnar og leiddu lengst af. Er um þrjár mínútur voru eftir var eins og enginn þorði að taka af skarið og Hamars stúlkur nýttu tækifærið og komust yfir og náðu að halda því þrátt fyrir harða baráttu okkar stúlkna í lokin.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar stúlkur og geta með sigri komist tveim leikjum á undan Val, sem er í fimmta sæti og jafnframt jafnað Grindavík að stigum og náð því þriðja sætinu, en Haukarnir eiga innbyrðis viðureign á móti þeim.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina og í kvöld og styðja stelpurnar við að komast aftur á sigurbraut.