
Á myndinni eru uppaldir Haukastrákar sem nú skrifuðu undir samning.
Neðri röð frá vinstir: Þórður Jón Jóhannesson, Haukur Björnsson, Daníel Snorri Guðlaugsson, Lárus Geir Árelíusson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Árni Ásbjarnarson
Efri röð frá vinstri: Luka Kostic þjálfari, Stefnir Stefánsson, Þórarinn Jónas Ásgeirsson, Arnar Aðalgeirsson, Sindri Jónsson, Darri Tryggvason, Þórhallur Dan Jóhannsson aðstoðarþjálfari og Jón Erlendsson formaður knattspyrnudeildar.
Á undanförnum árum hefur Knattspyrnufélagið Haukar markvisst lagt mikinn metnað í þjálfun yngri flokka með það að leiðarljósi að byggja upp meistaraflokka félagsins.
Haukar hafa nýlega samið við 11 uppalda leikmenn sem gengið hafa upp úr yngri flokkum knattspyrnudeildar þar sem þeir hafa fengið fyrsta flokks þjálfun og fá nú tækifæri til að sanna sig í 1. deild. Nokkrir þeirra eru að framlengja samningi sinn við Hauka en aðrir eru að gera sinn fyrsta samning. Í sumar verður því meistaraflokkur karla hjá Haukum að mestu leyti mannaður uppöldum strákum.
Eftirtaldir leikmenn skrifuðu undir samning:
Haukur Björnsson
Stefnir Stefánsson
Arnar Aðalgeirsson
Jóhann Ingi Guðmundsson
Þórður Jón Jóhannesson
Árni Ásbjarnarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Sindri Jónsson
Darri Tryggvason
Daníel Snorri Guðlaugsson
Lárus Geir Árelíusson