Helgina 20 – 22 febrúar verður haldin bikarúrslitahelgi meistaraflokka og yngri flokka KKÍ í laugardagshöllinni.
Haukar áttu 8 lið af 9 mögulegum hjá yngri flokkum í undanúrslitum. Einungis 10. flokkur kvenna náði ekki í undanúrslit. Allir flokkarnir nema unglingaflokkur karla hafa lokið sínum undanúrslitaleikjum og hafa 5 flokkar unnið sína leiki og komist í úrslitaleikinn sem er stórkostlegur árangur. Unglingaflokkur karla mun keppa við FSU á Self0ssi, miðvikudaginn 18. febrúar og hvetjum við sem flesta til að gera sér bíltúr á suðurlandið og hvetja strákana áfram.
9. flokkur drengja sigraði Njarðvík á útivelli í hörkuleik, 10 flokkur drengja sigraði Fjölni örugglega á heimavelli og var það í fyrsta skiptið sem þeir náðu sigri á móti Fjölni. 11. flokkur drengja tapaði fyrir Grindavík/Þór Þ. í Grindavík, Drengjaflokkur sigraði Grindavík/Þór Þ. í hörkuleik á heimavelli en drengjaflokkur er ríkjandi Íslandsmeistari og tapaði úrslitaleik bikarsins í fyrra. 9. flokkur stúlkna tapaði fyrir Grindavík á útivelli. Stúlknaflokkur sigraði Njarðvík örugglega á heimavelli og unglinga flokkur kvenna sigraði einnig Njarðvík nokkuð örugglega á heimavelli.
Haukar geta því átt 6 lið af 9 mögulegum í úrslitum ef unglingaflokkur sigrar sinn leik þann 18. n.k. sem er einstaklega flottur árangur.
Við hvetjum auðvitað alla til að mæta í Höllina helgina 20-21 febrúar en þeir hörðustu þurfa örugglega að taka með sér nesti og svefnpoka.
Nánar um tímasetningar kemur er nær dregur.