Haukar – ÍR í kvöld kl. 19:30

árniHaukarnir taka á móti ÍR í kvöld, mánudaginn 16. febrúar, kl. 19:30 í Olís deild karla.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem styttist óðfluga í úrslitakeppnina. ÍR situr í þriðja sæti Olís deildar með 25 stig en Haukar sitja í 7 sæti með 16 og geta með sigri komist í 5 sætið.

Haukar hafa byrjað vel eftir áramót og hafa unnið tvo örugga sigra, útileik á móti ÍBV og heimaleik á móti HK.

Að venju stefna Haukar að því að sýna flesta þá heimaleiki sem ekki eru sýndir á RÚV eða öðrum miðlum á Hauka TV. Leikurinn í kvöld verður leikurinn  sýndur á Haukatv.

Fóstbræðurnir Einar Jóns og Jens Gunnars hafa lýst síðustu karla leikjum og hefur lýsing þeirra haft orð á sér fyrir að vera algjörlega hlutlaus og laus við alla gagnrýni á dómara eða aðra á vellinum. Von er á þeim í settið í kvöld.

Hvetjum við alla sem eiga ekki heimangengt í Schenker höllina í kvöld til að skella sér á hauka tv og fylgjast með beinni útsendingu í heimsklassa